WiiM Home APPið

Öll tónlist heimsins í lófanum á þér

Allt-i-einu stýring: Tónlistin þín, tækin þín, á þínum forsendum.

Stýring á tækinu þínu og tónlistinni hefur aldrei verið einfaldari, allt innan WiiM Home appins. Fáðu aðgang að öllum þínum uppáhalds tónlistarþjónustum, stilltu hljóminn eins og þú vilt hafa hann með EQ tónjafnaranum.  Settu upp áminningar, samstilltu tónlist milli margra tækja, búðu til sérsniðnar rútínur og fleira – allt á einum þægilegum stað.

Allt þitt uppáhalds efni á einum stað

Með WiiM Home appinu getur þú auðveldlega skoðað allar þínar uppáhalds tónlistarþjónustur án þess að þurfa að hoppa á milli margra mismunandi Appa. Við styðjum margar af fremstu tónlistarstreymisþjónustum, eins og Spotify, iHeartRadio, Tidal, Amazon Music, Qobuz, Napster, Deezer og fleiri sem koma.

Samfelldur hljómur í öllum rýmum heimilisins

Leiðist þér að hafa snúrur útum allt?  Tengdu hljómtækið þitt þráðlaust við WiiM tækin þín og búðu til samræmda hljóðupplifun í öllum rýmum heimilisins. Appið sér um að allt sé samstillt og kemur í vegfyrir bergmál.

Vaknaðu eða sofnaðu við þægilega tónlist með tímastillinum

Vaknaðu eða sofnaðu við uppáhaldstónlistina þína, útvarpsstöð eða hlaðvarp. Sérsníddu vekjarann þannig að hann stilli hljóðstyrkinn smám saman fyrir betri svefn og til að vakna þægilega.

Sjálfvirknivæddu hlustunarupplifun þína

Gerðu morgunhlustunina, hádegishléið, helgina eða heimaleikfimina sjálfvirka með því að búa til persónulega rútínu sem inniheldur uppáhaldstónlistina þína, fréttir af því sem gerist í heiminum og úrslit í leikjum uppáhalds íþróttaliðsins þíns ásamt fleiru. Þú getur einnig stillt hvar þú hlustar og á hvaða hljóðstyrk.

Niðurhal

Fyrir iOS tæki

WiiM Home APP

Fyrir Android tæki
Scroll to Top