Focal Theva N1 hátalarapar

131.800 kr.

Theva N°1 er fyrirferðalitli hátalarinn í Theva línunni. Þessi hátalari smellpassar  í minni rými.

Hátalarinn er búinn hinum rómaða TNF-kviskli (TNF-Tweeter) frá Focal, sem er gerður úr áli og magnesíum og skilar silkimjúkum og nákvæmum háhljóðum. Bassakeilan er 6,5 tommu (16,5 cm) Slatefiber-keila, einstök tækni frá Focal þar sem endurunnum koltrefjum er blandað saman við hitaplast. Þessi hönnun tryggir kraftmikinn, ríkan og yfirvegaðan hljóm í mið- og bassatíðni. Hátalarinn er með bassaporti að aftan sem eykur dýptina í hljómnum.

Með sinni glæsilegu og fáguðu hönnun er Theva N°1 tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja upplifa nákvæman og grípandi hágæðahljóm án þess að fórna plássi.

 

Skoða nánar