Vörulýsing
- Smár en knár: Gerðu hátalarana þína snjallari með WiiM Amp magnaranum (Class D) sem skilar allt að 120W á rás við 4 ohm, eða 60W á rás við 8 ohm og er með innbyggðan ESS 9018 K2M DAC (digital to analog converter)
- Hjartað í Wiim Amp: Er annarsvegar TI TPA3255 Class‑D magnari sem notar PurePath™ Ultra-HD tækni sem tryggir lága bjögun og breiða tíðnisvörun. Hann skilar 60W á hverri rás fyrir 8 ohm, og 120W á hverja rás fyrir 4 ohm og hinsvegar ESS 9018 K2M vandaðan DAC (digital to analog converter), sem er sá sami og við notum í vinsælustu vörunni okkar WiiM Ultra fyrir kristaltær hljómgæði.
- Virkar með venjulegum hátölurum án magnara: Tengdu allar gerðir af hátölurum við magnarann með venjulegum banana tengjum eða koparvír beint.
- Fjölmargir tengimöguleikar: Tengdu sjónvarpið þitt til að njóta óviðjafnanlegrar hljómgæða sem mun lyfta hlustunarupplifun þinni á nýjar hæðir. Tengi fyrir bassabox ásamt Bluetooth 5.0 og Wi-fi 5 þráðlausar tengingar fyrir hnökrarlaust streymi ásamt USB tengi fyrir tónlist á flökkurum eða minnislyklum eða til að nota sem stafrænt hljóðúttak og streyma í önnur tæki.
- Virkar allt vandræðalaust: Stýrðu öllu með WiiM Home appinu. Streymdu frá öllum helstu streymisveitum og stjórnaðu kerfinu þínu vandræðalaust, herbergi fyrir herbergi. Stilltu hljóðstyrk, samstilltu hátalara, vistaðu eftirlæti, stilltu vekjara og breyttu stillingum — allt á einum stað. Viltu frekar nota gamla tónlistar appið þitt? Ekkert mál, spilaðu beint úr því. Styrðu honum með raddskipunum hvort sem þú ert að nota Alexa, Google Assistant eða Siri þá er það ekkert mál með raddfjarstýringunni sem fylgir með.
- Töfrandi heimabíó án fyrirhafnar: Gerðu afþreyinguna enn betri með HDMI ARC tenginu við sjónvarpið þitt. Njóttu kraftmikils steríó hljóms fyrir kvikmyndir, þætti og tölvuleiki. Aðlagaðu hljóm upplifunina með sérsniðnum EQ stillingum. Bættu við bassaboxi til að bæta við mögnuðum bassa eins og í kvikmyndahúsum. WiiM Amp Pro tryggir að heimabíóið þitt sé bæði öflugt og einfalt, með fyrirhafnar lausum og framúrskarandi hljómgæðum.
- Samfelldur hljómur í öllum rýmum: Skapaðu samræmdan hljóm á heimili þínu með WiiM Amp ásamt Google Home, Amazon Echo, Apple HomePod og öðrum WiiM tækjum. Með notendavænu WiiM Home appinu getur þú stjórnað tónlistarstreyminu um allt heimilið – stjórnað hljóðstyrk, samstillt hátalara, vistað uppáhalds lög, stillt vekjara og aðlagað stillingar – allt á einum stað.
- Airplay 2 stuðningur: Streymdu tónlist með Airplay tækjum þráðlaust í magnarann.
- Tónlist í há-upplausn með hnökralausu streymi: Streymdu tónlist í allt að 24-bita/192 kHz eða hæstu mögulegum upptökugæðum- þráðlaust frá streymisþjónustum á borð við Spotify, Amazon Music, TIDAL, eða úr þínu eigin tónlistarsafni. Athugaðu að ekki allar streymisveitur bjóða upp á tónlist í há-upplausn (Hi-Res) eða 24-bita/192 kHz gæðum. Þú þarft að vera með áskrift af Amazon Music Ultra HD eða Tidal, eða nota þitt eigið tónlistarsafn til að nota fullnýtt þessa eiginleika. Tidal MAX og Amazon Music Ultra HD áskrifendur geta notið tónlistar (FLAC skráar-snið) í allt að 24-bita/192 kHz gæðum.
- Njóttu hnökralausrar spilunar og framúrskarandi hljómgæða: Aðlagaðu hljóminn með appinu með háþróuðum herbergis– og EQ stillingum sem eru sérsniðnar að þínu rými
Hvað er í kassanum?
- WiiM Amp magnari og tónlistarstreymir (1 stk)
- Bluetooth fjarstýring með raddstýringu (AAA rafhlöður fylgja ekki)
- Leiðbeiningar, 100-240V AC rafmangskapall
- HDMI kapall (1.5m)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir til um þessa vöru