Vörulýsing
- Lúkkar vel, hljómar frábærlega: Endurupplifðu uppáhalds tónlistina þína í hæstu mögulegu gæðum með WiiM Ultra tónlistar streyminum.
- Tónlist í há-upplausn með hnökralausu streymi: Streymdu tónlist í allt að 24-bita/192 kHz eða hæstu mögulegum upptökugæðum- þráðlaust. Njóttu tónlistarinnar án truflana í gegnum stafræna optíska (optical) útgangs eða Coax tengið (með 121dB Analog SNR) og THD+N (analog out) -116dB (0.0015%). Athugaðu að ekki allar streymisveitur bjóða upp á tónlist í há-upplausn (Hi-Res) eða 24-bita/192 kHz gæðum. Þú þarft að vera með áskrift af Amazon Music Ultra HD eða Qobuz, eða þitt eigið tónlistarsafn til að nota fullnýtt þessa eiginleika. Tidal og Amazon Music Ultra HD áskrifendur geta notið tónlistar (FLAC skráar-snið) í allt að 24-bita/192 kHz gæðum.
- Hjartað í Wiim Ultra: Er tölvukubbur sem kallaður er DAC (e.Digital to Analog converter). WiiM Ultra notar hágæða 32-bita/384kHz ES9038 Q2M SABRE DAC. Hann bætir hljómgæði með því að umbreyta stafrænni tónlist í slétt, náttúrulegt hliðrænt hljóð sem hátalarar eða heyrnartól geta spilað. Án gæða DAC getur stafrænt hljóð hljómað gróft, flatt eða bjagað vegna lélegrar umbreytingar og tímasetningarvillna (e.jitter). Hann er þekktur fyrir hágæða hljóðvinnslu með allt að 32-bita/768kHz PCM og DSD512 stuðningi, lága truflun (THD+N) (allt að 129dB), og ESS HyperStream® II arkitektúr sem tryggir nákvæmni og skýrleika í hljómgæðum, sem gerir hann vinsælan í hágæða (Audiophile) hljómtækjum.
- Innbyggður heyrnartóla magnari: TPA6120A2 er Hi-Fi heyrnartólamagnari sem veitir framúrskarandi hljómgæði með THD+N með -116 dB og SNR með 121 dB fyrir line out og allt að -99 dB THD+N og 119 dB SNR fyrir heyrnartól.
- 3,5 tommu snertiskjár: Ásamt nýjustu gerð af Wi-Fi 6E netkorti ásamt nýjustu útgáfu af Bluetooth (5.3) tengingu. Með THD+N gildi upp á -116 dB og SNR með 121 dB skilar WiiM Ultra framúrskarandi hljómgæðum og er fullkomin viðbót við hvaða hljóðkerfi sem er.
- Fjölbreyttir tengimöguleikar: WiiM Ultra býður upp á fjölbreytta hljóðsamþættingu með fjölmörgum tengimöguleikum; USB, Optical, Coaxial, RCA, sérstökum útgangi fyrir heyrnartól, HDMI ARC (Tengist með HDMI við sjónvarp og spilar hjóð frá sjónvarpinu) og inngang fyrir RCA, Phono (Plötuspilara) og Optical (Toslink). WiiM Ultra tengist hnökralaust við bæði stafrænar og hliðrænar (analog) þjónustur sem skapar óviðjafnanlegan sveigjanleika fyrir hvaða hljómtækja uppsetningu sem er.
- Töfrandi heimabíó án fyrirhafnar: Gerðu afþreyinguna enn betri með HDMI ARC tenginu við sjónvarpið þitt og bættu við bassaboxi fyrir alvöru bíó upplifun. Njóttu kraftmikils steríó eða 5.1 Dolby (Beta) hljóms fyrir kvikmyndir, þætti og tölvuleiki. Aðlagaðu hljóm upplifunina með sérsniðnum EQ stillingum. WiiM Ultra tryggir að heimabíóið þitt sé bæði öflugt og einfalt, með fyrirhafnarlausum og framúrskarandi hljómgæðum.
- Samfelldur hljómur í öllum rýmum: Streymdu tónlist um allt heimilið í fullkomnum samhljóm með WiiM Ultra ásamt Google Home, Amazon Echo og öðrum WiiM tækjum. Með WiiM Home appinu getur þú stjórnað tónlistarstreyminu um allt heimilið – stjórnað hljóðstyrk, samstillt hátalara, vistað uppáhalds lög, stillt vekjara og aðlagað stillingar – allt á einum handhægum stað. ATHUGIÐ: Wiim Ultra er ekki samhæfður við Apple AirPlay2 eða Siri og getur ekki virkað sem AirPlay móttakari en er samhæfður við GoogleVoice, Google Nest, Google Cast, Amazon Alexa og öll önnur WiiM tæki.
Hvað er í kassanum?
-
- WiiM Ultra tónlistarstreymir (1 stk)
- Bluetooth fjarstýring með raddstýringu (AAA rafhlöður fylgja ekki)
- Leiðbeiningar, 100-240V AC rafmangskapall
- RCA hljóðsnúra, Optical hljóðsnúra
- HDMI snúra, phono jarðtenging fyrir plötuspilara
Við sendum ókeypis á næsta móttökustað Dropp
Niðurhal
Umsagnir
Það eru engar umsagnir til um þessa vöru